Leita í fréttum mbl.is

Chamonix

Chamonix.
Hér er ólýsanleg fegurð.    Út um gluggan horfir maður yfir þök timburhúsa á skógivaxnar fjallshlíðar og hér er varla sá gluggi að út um hann sé ekki útsýni eins og á póstkorti yfir háan tind, en yfirleitt þarf maður að beygja sig til að sjá alla leið upp.
Við búum sjö saman í leiguíbúð.   Stelpurnar eru farnar í göngutúr upp í fjöllin með myndavélar og vatnsflöskur í farteskinu.  
Það er sól úti og hitinn er of mikill fyrir okkur hlaupavitleysingana til að það sé skynsamlegt að vera á randi í bænum.   Það er heldur ekki skynsamlegt að vera á einhverju búðarrápi ef út í það er farið.    Íbúðinni fylgir sánabað sem er heldur ekki skynsamlegt að fara í.    Eiginlega er ekki skynsamlegt að gera neitt akkúrat núna.   Við sitjum hérna fjögur í stofunni, Bibba, Ásgeir, Dunkurinn og Bikki með lappir uppi á borðum og stólum og umræðuefnið akkúrat þessa stundina er hvað það er ömurlegt að þurfa að drulla úti í skógi.    Annars eru skotin búin að ganga þvers og kruss síðan í morgun og ég á von á áframhaldandi skothríð framefti r degi.       Það er ágætis afþreying, ekki verri en hver önnur.    Það er bót í máli þegar maður lendir í því að þurfa að hvíla eins og vitleysingur heilan dag að félagsskapurinn gæti ekki verið betri.    
Bestu kveöjur heim.  Meiraseinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega bara fínt að skíta út í skógi miðað við að gera það inni í miðri borg og ekki á kamri. Breake a leg, come hell and high water og svo framvegis.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:28

2 identicon

Wish I was there:) Stefni bara á næsta ár. Ég óska ykkur öllum góðs gengis og ég mun fylgjast með og læt örugglega í mér heyra í miðjum göngum í rigningu og slagveðri,ef að spáin rætist á laugardag:( Kveðjur frá Dallas...

Saga (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 23:59

3 identicon

p.s vona að það verði í lagi með IPodinn,Börkur..

Saga (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ultra trail tour du Mont Blanc
Ultra trail tour du Mont Blanc
barky@simnet.is GSM 695 5343

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband