29.8.2009 | 17:14
Champex - Lac
Börkur kom í Champeex-Lac kl 18:13 - hringdi þaðan bara hinn hressasti - bað um að við myndum bíða hans með pizzu þegar hann kæmi heim. ( því er að sjálfsögðu reddað)
Hann stoppaði í reyndar í dágóðan tíma í La Fouly, fór þaðan rúmlega 16:00 af stað þaðan.
Champex-Lac | S-18:13 S-18:34 | 23:43:35 | 334 |
Fyrsti maður kom í mark kl 16:13 og var það Kilian Jornet frá Spáni sá hinn sami og vann í fyrra.
Sáum við hann nýkominn í mark og var hann í þetta sinn með bakpoka, sem mikið var rætt um í fyrra en það var varla sjáanlegt snyrtiveskið sem að hann bar aftan á mjöðminni í það sininð.
En við erum að spá í að fara aftur niður í bæ og sjá hvort að Bandaríkjamaðurinn Scott Jurek skili sér í mark að þessu sinni.
Frásagnir og annað
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að fylgjast með. Hvað er Börkur kominn langt?
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 18:22
Var að komast í tölvuna síðan kl 9 í morgun,fékk reyndar smá fréttir í miðjum göngum og svo hringdi Bökki í mig um kl 11 og var hinn hressasti. Þetta er bara frábært hjá honum og virkilega skemmtilegt. Ætli ég sitji ekki límd við skjáinn þangað til hann þrusast yfir marklínuna,bara eins og hann hafi rétt skokkað út í búð Bið að heilsa öllum hinum sem heima sitja..
Saga (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 18:25
Jú jú, frænka búin að fylgjast með heldur betur og hreykin af árangrinum. Nú eru "bara nokkrir" tímar eftir og betra að fara að huga að pizzunni. Sendum Svarfdælska orku svona fyrir endasprettinn.... og góðar kveðjur með. Auður og co
Auður Helgadóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 18:54
snilld :-D
Erla Hrönn (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 19:22
Kominn í gegn í Bovine kl 21.04 og AÐEINS 4 tímum og korteri fljótari en í fyrra.Geri aðrir betur!!! Haldiði að það sé í lagi með manninn?
Saga (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 19:35
Jæja Börkur... núna fer að koma að því að þú notir síðust 30 km sem ég ætlaði að "gefa" þér :D Aaaaaaallt að gerast :) Njóttu pizzunnar! Og þó það væru tvær :D
Arna Rut Ottesen (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.