Leita í fréttum mbl.is

The good, the bad.......

 

The good

  • Lappirnar voru mun sterkari enn í fyrra og mun skemmtilegra að hlaupa fyrri hlutann en í fyrra.  Réði mjög vel við að hlaupa löngu brekkurnar niður en hefði þurft að halda út aðeins lengra inn í keppnina.
  • Fór að ráðum Steins þríþrautarkappa og keypti hlaupabuxur sem héldu vel við lærin, það hjálpaði held ég mikið niður fjöllin og lærin urðu því ekki eins aum. 
  • Hljóp í Salomon XT Wing skóm sem reyndust vel, engar blöðrur að kalla og góð líðan alla leið, ca. númeri stærri en ég nota venjulega.
  • Fatnaður var sá rétti og engin nuddsár eða slíkt.  
  • Var vel hvíldur fyrir hlaupið enda bara tekið tvær keppnir í sumar, fann það vel á líkamanum.
  • Náði að halda fínum orkulevel í hlaupinu og studdist við einfalt matarræði, gel, súpur og kaffi.  Á stærri stöðum fékk ég mér eitthvað meira s.s. pasta.  Tók eins stutt stopp og ég gat til að koma þessu niður.
  • Kom mun betur frá þessari keppni en þeirri síðustu, strengir nánast horfnir og líðanin óðum að skána.
  • Náði að hlaupa nokkra leggi á svipuðum tíma og fremstu menn.

 The bad

  • Tjónaði hásinina fyrir hlaup og það kom í bakið á mér.
  • Get ekkert sofið fyrir þetta hlaup, síðustu 3 ár hef ég startað úrvinda af svefnleysi sem verður þess valdandi að maður þarf að henda sér niður í keppninni sjálfri og svefnleysi vinnur alltaf gegn manni ef eitthvað gerist. Tvær svefntöflur náðu ekki einu sinni að kalla fram smá lúr á keppnisdeginum. Frá miðvikudagsmorgni fram að hlaupi seinnipart föstudags svaf ég kannski 8 tíma sem er ALLTOF lítið.
  • Var ekki nógu vel tilbúin í þetta hlaup hvað kollinn varðar, ýmist vesen s.s. hásinameiðslin gerðu það að verkum að ég var eiginlega markmiðalaus þegar ég mætti á svæðið sem er ekki gott.  Hefði t.d. þolað að fara hraðar út svo lengi sem ég hefði passað betur upp á vökvainntökuna.
  • Hefði mátt vera með léttari bakpoka, var með orkugel og duft sem ég þurfti ekki.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Gott og fróðlegt yfirlit Börkur eftir viðburðaríkt hlaup. Hef einmitt verið að velta fyrir mér svefnþörf þinni í þessum hlaupum!!! Ertu viss um að það sé nóg að borða bara gel og súpur í 35 - 40 klst? Ég er hræddur um að ég þyrfti eitthvað staðbetra.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 23:13

2 identicon

Já það er alveg vonlaust að fara af stað með engan svefn á tanknum, verð að skoða það betur næst þegar ég fer.

En já gel og súpa hefðu dugað vel í gegnum allt hlaupið að þessu sinni.  Kom mér á óvart en líka það að matarþörfin og lystin í þessum 3 hlaupum hefur öll verið mismunandi og ekki hægt að ganga að neinu vísu.  

Borðaði mun meira í fyrra af alvörumat ef svo má segja.

Börkur (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 11:00

3 identicon

Frábær árangur hjá þér Börkur. Ætlarðu aftur eða ertu búinn að finna annað hlaup?

Pétur Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 15:14

4 Smámynd: Börkur Árnason

Við erum nokkrir vinirnir, frá Bretlandi, Frakklandi og Ástralíu búnir að ákveða nokkurnveginn að mæta allir að ári. 

Þetta er svooooo gaman :)

Börkur Árnason, 10.9.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ultra trail tour du Mont Blanc
Ultra trail tour du Mont Blanc
barky@simnet.is GSM 695 5343

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband