Leita í fréttum mbl.is

Rífandi gangur á Bibbu

Bibba er komin til Arnuva:

 Klukkan Tíminn Sætið

ArnuvaV-15:5605:54:451574
Talnaglöggir lesendur sjá að hún hefur tekið á rás frá Bonatti og mætt til Arnuva á undan áætlun. Hún er 40 mínútum á undan tímanum í fyrra og hefur unnið sig upp um slatta af sætum milli stöðva. Þetta lítur frekar vel út.

Live trail

 

Hérna er slóð á leiðinni sem að gefur ágætis mynd af því hvert er verið að hlaupa og hvar hver og einn er staddur.

http://ultratrail.thenorthface.com/en/virtual_trail/


Bibba í Refuge Bonatti

Símaviðtal við Bibbu:

Hún var að tygja sig af stað frá Bonatti, kvað hitann minni en í fyrra en samt væri fjári heitt. Hún fann fyrir flökurleika en át íbúfen og ætlaði svo að drífa sig til Arnuva, sem er næsta stöð. Meðan á viðtali stóð hneig kona niður skammt frá henni, rænulítil af hita. Þar fyrir utan var gott hljóð í Bibbu og enginn bilbugur á henni, 

Meðritarinn.

PS. Tölur:  Þær tákna staðartíma, hlauptíma og sæti. Bibba er 200 sætum rúmlega framar en í fyrra.

Refuge BonattiV-14:4704:45:561637

 


Bibba er komin á fyrsta áfangastað

Fyrstu tölur:

BertoneV-12:1702:16:081427

 

Bibba kom til Bertone eftir 2 tíma og 17 mín.  Hún er í 1427 sæti. Hún er fljótari en í fyrra sem nemur um 20 mín. Hún kemur til Refuge Bonatti eftir hálfan annan tíma og er um 400 sætum framar en í fyrra.


Fylgst með Bibbu

Hægt að fylgjast með henni hér:   Velja Fiches Coures og númer 8862

Bibbu fylgt í rútuna..

picture_007_901559.jpgÞessi mynd var tekin í morgun þegar Ásgeir og Snjólaug fylgdu Bibbu í rútuna sem að flutti hana til Courmayeur.  Hlaupið hjá henni byrjaði fyrir 6 mínútum.

Áfram Bibba!



Brottfarartímar og áætlaðir komutímar hlaupara

Bryndís fer af stað kl. 10 að staðartíma(kl 08 að íslenskum tíma) á föstudagsmorgun og áætlar að vera komin í mark einhvern tímann fyrir hádegi á laugardag (vegna tímatakmarkana verður hún að vera komin í mark fyrir kl. 12 á hádegi á laugardag)

Strákarnir fara af stað kl. 18:30 að staðartíma (16:30 að íslenskum) og er áætluð lok hjá þeim:

-  Börkur stefnir að því að vera 33 tíma sem þýðir 03:30 að staðartíma aðfararnótt sunnudags og   ætlar ekki að hleypa Ásgeir á undan sér Grin
-  Ásgeir stefnir að 35 tímum en ætlar samt að vera á undan Berki Grin 
-  Birkir stefnir á að klára hlaupið sem endar örugglega með því að hann verður á undan bæði Ásgeir og Berki Wink


Tímatakmörk hjá strákunum eru það að þeir verða að vera komnir í mark fyrir kl. 16 á sunnudag (kl. 14 semsagt að íslenskum tíma)

Allir komutímar eru birtir án ábyrgðar og óvissu um ýmsa hluti en óhætt er að segja að spenningur er kominn í liðið

Meira síðar!

 


Fjögur fræknu

dsc_0427_901461.jpg


Skráningarnar

 Númerin okkar :
 
The North Face Ultra Trail du Tour du Mont-Blanc 2009
 

 race number

 Name FirstnameCategorydpt :CountryNationality :
4004ARNASON BirkirSE H-ISIS
728ARNASON BorkurSE H-ISIS
506ELIASSON AsgeirV1 H-ISIS


 

The North Face Ultra Trail Courmayeur-Champex-Chamonix 2009
 race number Name FirstnameCategorydpt :CountryNationality :
8862BALDURSDOTTIR BryndisV1 F-ISIS


 


Chamonix

Chamonix.
Hér er ólýsanleg fegurð.    Út um gluggan horfir maður yfir þök timburhúsa á skógivaxnar fjallshlíðar og hér er varla sá gluggi að út um hann sé ekki útsýni eins og á póstkorti yfir háan tind, en yfirleitt þarf maður að beygja sig til að sjá alla leið upp.
Við búum sjö saman í leiguíbúð.   Stelpurnar eru farnar í göngutúr upp í fjöllin með myndavélar og vatnsflöskur í farteskinu.  
Það er sól úti og hitinn er of mikill fyrir okkur hlaupavitleysingana til að það sé skynsamlegt að vera á randi í bænum.   Það er heldur ekki skynsamlegt að vera á einhverju búðarrápi ef út í það er farið.    Íbúðinni fylgir sánabað sem er heldur ekki skynsamlegt að fara í.    Eiginlega er ekki skynsamlegt að gera neitt akkúrat núna.   Við sitjum hérna fjögur í stofunni, Bibba, Ásgeir, Dunkurinn og Bikki með lappir uppi á borðum og stólum og umræðuefnið akkúrat þessa stundina er hvað það er ömurlegt að þurfa að drulla úti í skógi.    Annars eru skotin búin að ganga þvers og kruss síðan í morgun og ég á von á áframhaldandi skothríð framefti r degi.       Það er ágætis afþreying, ekki verri en hver önnur.    Það er bót í máli þegar maður lendir í því að þurfa að hvíla eins og vitleysingur heilan dag að félagsskapurinn gæti ekki verið betri.    
Bestu kveöjur heim.  Meiraseinna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ultra trail tour du Mont Blanc
Ultra trail tour du Mont Blanc
barky@simnet.is GSM 695 5343

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband